Smalykkjan brugervejledning

Velkomin

Öll forgangsröðum við í lífinu og þú hefur núna tekið þá ákvörðun að barneignir séu ekki á dagskrá hjá þér. Þú hefur í samráði við lækninn þinn valið að nota smálykkjuna sem vörn gegn þungun í allt að 3 ár.

Þú ert væntanlega með margar spurningar um smálykkjuna. Þetta upplýsingaefni mun:

  1. Kynna fyrir þér smálykkjuna
  2. Veita þér upplýsingar um hvers þú mátt vænta fyrstu mánuðina með smálykkjuna
  3. Veita þér svör við spurningum þínum um smálykkjuna

Hvað er smálykkja?

Smálykkjan samanstendur af hormónahylki sem fest er á T-laga plast. Smálykkjan er einungis 28 mm löng og er sett upp í legið með sérstökum uppsetningarbúnaði.

Smálykkjan er minnsta hormónalykkja sem til er og inniheldur lítið magn hormóna. Læknir setur lykkjuna upp í legið, þar sem hún veitir vörn gegn þungun í allt að 3 ár.

Hvid t-formet spiral

Hvernig verkar smálykkjan?

Þegar smálykkjunni hefur verið komið fyrir í leginu losnar lítill skammtur af hormóninu levónorgestrel út í legið á hverjum degi og veitir vörn gegn þungun á þrjá ólíka vegu:

  1. Smálykkjan þykkir legslímið í leghálsinum þannig að erfiðara verður fyrir sáðfrumur að komast í gegnum leghálsinn og upp í legið
  2. Smálykkjan hefur áhrif á vöxt legslímhúðar svo hún verður þunn og frjóvgun því ólíklegri
  3. Smálykkjan breytir skilyrðum fyrir sáðfrumur í legi og eggjaleiðurum þannig að minni líkur eru á að egg frjóvgist

 

Smálykkjan er ein af öruggustu getnaðarvörnunum og veitir yfir 99% vörn gegn þungun frá því hún er sett upp í legið. Smálykkjan verkar í allt að 3 ár.

Hvaða áhrif hefur smálykkjan á líkamann?

Smálykkjan inniheldur einungis levónorgestel, en það er vel þekkt gestagen sem oft er notað í öðrum getnaðarvörnum sem innihalda hormón. Smálykkjan inniheldur ekki estrógen. Smálykkjan verkar aðallega staðbundið í leginu og einungis lítið magn hormónsins berst með blóðrásinni út í líkamann. Levónorgestel hefur almennt ekki áhrif á egglos hjá konum. Þú getur fundið fyrir einhverjum aukaverkunum, sérstaklega í upphafi. Algengustu aukaverkanirnar má sjá aftar í textanum.

Snittegning af indsat hormonspiral
  1. Breytir skilyrðum fyrir sáðfrumur í legi og eggjaleiðurum þannig að minni líkur eru á að egg nái að frjóvgast
  2. Þynnir legslímhúðina
  3. Þykkir slímið í leghálsinum þannig að erfiðara verður fyrir sáðfrumur að komast upp í legið

Fyrstu dagarnir með smálykkjuna

Hvernig er smálykkjunni komið fyrir?

Þegar þú hefur ákveðið að láta setja upp smálykkjuna má gera það í næstu heimsókn hjá kvensjúkdómalækni. Lykkjunni er komið fyrir í leginu í gegnum mjótt, sveigjanlegt plaströr.

Flestum finnst uppsetningin fremur auðveld en sumar konur geta fundið fyrir smá verkjum eða óþægindum. Finnir þú fyrir óþægindum, eiga þau að líða hjá á fyrsta sólarhring eftir uppsetningu. Ef þú finnur fyrir viðvarandi verkjum, skaltu hafa samband við lækni, þar sem það er möguleiki að smálykkjan sé ekki rétt staðsett. Slíkt má staðfesta með ómskoðun hjá kvensjúkdómalækni.

Smálykkjan á ekki að valda verkjum og það eina sem þú gætir fundið fyrir eru þræðirnir. Þú getur mögulega
þreifað eftir þeim með því að setja fingur upp í leggöngin.

Hvaða hlutverki gegna þræðirnir á smálykkjunni?

Tveir grannir þræðir eru festir við smálykkjuna. Þeir eru til staðar svo læknir geti fjarlægt lykkjuna þegar sá tími kemur. Við uppsetningu eru þræðirnir klipptir um 2-3 cm frá leghálsinum og ná því aðeins niður í leggöngin og þú ættir að geta þreifað eftir þeim með fingri. Þræðirnir eru mjög grannir og eiga ekki að valda óþægindum við samfarir.

Hånd holder lille hvid hormonspiral mellem tommel- og pegefinger

Hversu fljótt ver smálykkjan þig gegn þungun?

Sé smálykkjan sett upp innan 7 daga frá upphafi blæðinga veitir hún strax vörn gegn þungun. Það er ráðlagt að hafa ekki samfarir fyrsta sólarhringinn eftir uppsetningu. Eftir það veitir smálykkjan þér góða vörn gegn þungun í allt að 3 ár og þú þarft ekki að muna eftir daglegri, vikulegri eða mánaðarlegri notkun getnaðarvarna.

Læknirinn þinn gæti beðið þig um að koma í skoðun eftir uppsetningu smálykkjunnar.

Fyrsti mánuðurinn með smálykkjuna

Í hvað tilfellum á ég að hafa samband við lækni?

Hafðu samband við lækninn:

  • Ef þú finnur fyrir slæmum verkjum eða miklum blæðingum eftir uppsetningu
  • Ef þú heldur að þú sért þunguð
  • Ef þú finnur fyrir viðvarandi kviðverkjum, hita og ef breytingar verða á útferð
  • Ef þú finnur fyrir verkjum eða óþægindum við samfarir
  • Ef blæðingamynstur breytist (til dæmis ef þú ert með litlar sem engar blæðingar og þær verða skyndilega miklar eða viðvarandi)
  • Ef sjúkdómsástand gerir vart við sig. Sem dæmi má nefna mígreni/mjög slæman höfuðverk, sjóntruflanir, gulu eða háan blóðþrýsting

 

Hvaða áhrif hefur smálykkjan á blæðingarnar?

Það mun draga úr blæðingum, þær verða bæði minni að magni og standa skemur. Þessar breytingar eru bæði eðlilegar og skaðlausar.

Þú getur fengið einhverjar blettablæðingar fyrstu 3-6 mánuðina þar sem líkaminn er að venjast smálykkjunni. Sumar konur fá miklar blæðingar eða eru lengur á blæðingum á þessu tímabili, en það lagast hjá flestum eftir fyrstu 3 mánuðina. Þetta tímabil krefst því þolinmæði. Hafðu samband við lækni ef blæðingar halda áfram að vera meiri en vanalega eða ef þú færð skyndilega miklar blæðingar.

Sumar konur hætta alveg á blæðingum við notkun smálykkjunnar. Ef þú hefur ekki haft blæðingar í 6 vikur og það veldur þér áhyggjum, getur þú tekið þungunarpróf.

Smálykkjan er 99% örugg og ef prófið er neikvætt er ekki þörf á að taka fleiri próf nema þú hafir önnur einkenni þungunar, eins og ógleði, þreytu eða spennu í brjóstum.

Ef blæðingarnar hætta meðan þú notar smálykkjuna, ættu þær að fara í fyrra horf þegar lykkjan er fjarlægð, nema þú látir setja upp nýja smálykkju.

Getur smálykkjan haft áhrif á kynlífið?

Þegar smálykkjunni hefur verið komið rétt fyrir í leginu, ættu hvorki þú né rekkjunautur þinn að finna fyrir henni við samfarir.

Smálykkjan næstu árin

Ætti ég að halda skrá yfir blæðingamynstrið?

Þú munt líklega finna mun á tíðablæðingunum. Þú ákveður sjálf hvort þú vilt halda skrá yfir blæðingar, en það getur auðveldað þér að fá yfirsýn og meta reynslu þína af smálykkjunni.

Ef ég tek ákvörðun um að eignast barn?

Smálykkjan veitir vörn gegn þungun í allt að 3 ár, en ef þig langar að eignast barn, þá getur þú hvenær sem er látið lækninn fjarlægja lykkjuna. Eftir að lykkjan hefur verið fjarlægð er frjósemi þín sú sama og áður.

Veitir smálykkjan vörn gegn kynsjúkdómum?

Svarið er nei. Smálykkjan veitir vörn gegn þungun en ekki gegn kynsjúkdómum. Það er mikilvægt að nota smokk ef þú ert ekki í föstu sambandi.

Hvað ef ég verð ólétt meðan ég nota smálykkjuna?

Hættan á að verða ólétt meðan þú notar smálykkjuna er mjög lítil eða undir 1%, en hún er þó til staðar. Þó þú farir ekki á blæðingar meðan þú notar smálykkjuna, þá þýðir það ekki endilega að þú sért ólétt. Þú getur tekið þungunarpróf í fysta sinn sem þú missir úr blæðingar til að vera viss um að þú sért ekki ólétt. Ef þú missir úr blæðingar og ert auk þess með einkenni þungunar eins og ógleði, þreytu eða spennu í brjóstum, ættir þú að hafa samband við lækni. Ef þú verður ólétt með smálykkjuna, er hætta á utanlegsfóstri og slíkt þarf að meðhöndla strax.

Eftirfarandi einkenni geta bent til utanlegsfósturs:

  • Tíðablæðingar hætta og þú færð skyndilega viðvarandi blæðingar og kviðverki
  • Miklir eða viðvarandi verkir í neðri hluta kviðarhols
  • Þú getur fundið fyrir hefðbundnum einkennum þungunar en ert hugsanlega líka með blæðingar og svima

 

Finnir þú fyrir einhverjum af þessum einkennum skaltu strax hafa samband við lækni.

Hvað ef ég verð ólétt meðan ég nota smálykkjuna?

Svarið er já. Setja má smálykkjuna upp í fyrsta lagi 6 vikum eftir fæðingu og hún veitir vörn gegn þungun í allt að 3 ár. Hafir þú áhuga á barneignum getur þú beðið lækninn að fjarlægja lykkjuna hvenær sem er.

Get ég notað tíðatappa meðan ég nota smálykkjuna?

Þær breytingar sem verða á blæðingunum við notkun smálykkjunnar minnka sennilega þörfina fyrir tíðatappa. Ef þú heldur áfram að nota tíðatappa skaltu fara varlega þegar þú dregur tíðatappann út svo þú togir ekki í þræðina sem eru fastir við smálykkjuna.

Getur smálykkjan dottið út?

Smálykkjan getur gengið niður úr leginu að einhverju eða öllu leyti, en það er mjög sjaldgæft. Ef þér finnst þú hafa óvenju miklar blæðingar getur það verið merki um að lykkjan sé ekki á réttum stað, en það getur þú fengið staðfest hjá kvensjúkdómalækni. Sé smálykkjan ekki á réttum stað, getur þú ekki verið viss um að hún veiti vörn gegn þungun.

Hverjar eru algengustu aukaverkanir smálykkjunnar?

Eins og með öll önnur lyf þá geta ákveðnar aukaverkanir fylgt notkun smálykkjunnar. Hér á eftir eru útlistaðar algengustu aukaverkanirnar sem konur hafa fundið fyrir við notkun smálykkjunnar. Ef fleiri spurningar vakna getur þú haft samband við lækni eða fengið nánari upplýsingar í fygliseðlinum sem kemur með pakkningunni.

Mjög algengar aukaverkanir

(koma fram hjá fleiri en 1 af hverjum 10 konum)

  • Höfuðverkur
  • Verkur í kvið eða grindarholi
  • Þrymlabólur/feit húð*
  • Breytingar á blæðingum
  • Blöðrur á eggjastokkum
  • Skapabólga
  • Minnkuð kynhvöt
  • Þyngdaraukning

Algengar aukaverkanir

(koma fram hjá fleiri en 1 af hverjum 100 konum)

  • Depurð/þunglyndi
  • Mígreni
  • Ógleði
  • sýking í efri hluta fæðingarvegar
  • Verkir við tíðablæðingar/tíðaþrautir
  • Verkur/óþægindi í brjóstum
  • Lykkjan ýtist út
  • Hárlos
  • Útferð frá leggöngum

*Einungis 2,7% kvennanna sem tóku þátt í rannsóknum með smálykkjuna hættu meðferðinni vegna þrymlabóla.